Fara í efni
Þór

Góður sigur Þórs/KA, frestað hjá KA/Þór

Markaskorarar Þórs/KA í gærkvöldi. Frá vinstri: Hulda Björg Hannesdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Margrét Árnadóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. Mynd af heimasíðu Þórs/KA.

Kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu tekur þátt í Faxaflóamótinu að þessu sinni - árlegu æfingamóti á höfuðborgarhorninu. Stelpurnar hófu keppni í gærkvöldi með 4:1 sigri á Stjörnunni í Garðabænum. Hulda Björg Hannesdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Margrét Árnadóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir gerðu mörkin. Á morgun mæta stelpurnar Aftureldingu, en að auki taka lið Keflavíkur og Hauka þátt í mótinu.

Andrea Mist Pálsdóttir, sem gekk til liðs við Þór/KA í vikunni eftir tveggja ára fjarveru, og Hulda Ósk Jónsdóttir, sem einnig skrifaði undir samning í vikunni, léku báðar í gær. Hulda heldur utan til náms í Bandaríkjunum á ný um helgina en kemur heim í vor.

Nánar hér á heimasíðu Þórs/KA.

Lið KA/Þórs átti að mæta HK í Olís deild Íslandsmót kvenna í handbolta í dag í Kópavogi en leiknum hefur verið frestað sakir kórónuveirusmits í herbúðum HK.