Fara í efni
Þór

Geir Kristinn og Ellert á súpufundi Þórs

Næsti súpufundur íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans verður haldinn í Hamri, félagsheimili Þórs, á morgun föstudaginn 11. mars klukkan 12.00-13.00.

Gestir fundarins verða þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ. Umfjöllunarefnið er verkefni og samstarf ÍBA og Akureyrarbæjar.

Fundarstjóri Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á Akureyri.

Súpa dagsins brauð og kaffi kostar 1000 krónur og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.