Þór
Fyrsti heimaleikur Þórsstelpna í tvö ár
Kvennalið Þórs í körfubolta mætir Snæfelli úr Stykkishólmi í Íþróttahöllinni í dag, í annarri umferð 1. deildar.
Þetta verður fyrsti heimaleikur Þórsliðsins í tvö ár, því Þórsarar hafa ekki sent kvennalið til keppni síðan veturinn 2018 til 2019. Liðið sigraði Ármann i fyrsta leik vetrarins í Reykjavík og spennandi verður að sjá stelpurnar í þessum fyrsta heimleik. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á sjónvarpsrás Þórs.
Nánar hér á heimasíðu félagsins.