Fara í efni
Þór

Fyrsti heimaleikur Þórsara er í kvöld

Jordan Blount var stigahæstur Þórsara í fyrstu umferðinni, gegn Grindavík á útivelli. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Fyrsti heimaleikur karlaliðs Þórs í körfubolta í vetur er í kvöld, þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. Lið gestanna er firnasterkt og ástæða er til að hvetja sem flesta til að mæta í íþróttahöllina og hvetja Þórsara til dáða. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum og er spáð sigri á Íslandsmótinu af spekingum. Þeir gjörsigruðu Íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð Íslandsmótsins.

Þórsliðið er mikið breytt frá síðasta keppnistímabili og virkilega spennandi verður að sjá það mæta til leiks.

Með Njarðvíkurliðinu leikur bandaríski bakvörðurinn Dedrick Basile, sem klæddist Þórsbúningnum á síðasta keppnistímabili við mjög góðan orðstír. Þjálfari Njarðvíkinga er Benedikt Guðmundsson, sem stýrði Þórsliðinu frá 2015 til 2017.

Vert er að geta þess að húsið verður opnað klukkutíma fyrir leik og seldir verða hamborgarar og drykkir á staðnum.

Nánar er fjallað um leikinn á heimasíðu Þórs og þar er kynning á leikmannahópnum. Smellið hér til að lesa.