Fara í efni
Þór

Friðrik Svavarsson snýr aftur í handboltann

Brynjar Hólm Grétarsson, sem skrifaði undir samning sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá Þór fyrir mánuði síðan, handsalar hér samning við Friðrik Svavarsson. Mynd: thorsport.is.

Handknattleiksdeild Þórs samdi í gær við tíu leikmenn. Flestir þeirra voru í herbúðum Þórs og framlengdu nú veru sína þar með undirritun samninga, sumir til eins árs og aðrir til tveggja ára. Þetta kom fram á vef félagsins í morgun.

Nokkrir af þeim leikmönnum sem skrifuðu undir samninga við Þór í gær eru að koma upp úr 3. flokki, en einnig voru eldri leikmenn að framlengja sína samninga. Þegar litið er yfir nafnalistann eftir undirritunina hjá Þórsurum í gær vekur mesta athygli að fyrrum fyrirliði Akureyrar handboltafélags, línumaðurinn Friðrik Svavarsson, hyggst snúa aftur á handboltavöllinn eftir fjögurra ára hlé. Segja má að hann hafi lagt skóna áhilluna vorið 2019 þegar sögu Akureyrar handboltafélags lauk. 

Eftirtaldir undirrituðu í gær samninga við Þórsara, að því er fram kemur í frétt félagsins.

  • Andri Snær Jóhannsson (2004), vinstra horn
  • Arnviður Bragi Pálmason (2005), vinstri skytta
  • Arnþór Gylfi Finnsson (1995), lína
  • Aron Hólm Kristjánsson (2002), vinstri skytta, leikstjórnandi
  • Friðrik Svavarsson (1993), lína
  • Halldór Kristinn Harðarson (1993), skytta
  • Sigurður Gísli Ringsted (2004), vinstra horn
  • Sigurður Ringsted Sigurðsson (2004), lína
  • Tristan Ylur Guðjónsson (2006), markvörður
  • Tómas Ingi Gunnarsson (2002), markvörður

Áður höfðu Brynjar Hólm Grétarsson, Kristján Páll Steinsson og Viðar Ernir Reimarsson allir samið við Þór í lok april.