Þór
Frábært sigurmark Andreu – MYNDBAND
07.03.2022 kl. 11:47
Andrea Mist Pálsdóttir og Margrét Árnadóttir. Mynd af vef Þórs/KA.
Andrea Mist Pálsdóttir tryggði Þór/KA sigur á Þrótti, 2:1, með stórglæsilegu marki í Boganum um helgina þegar liðin mættust í Lengjubikarkeppninni í knattspyrnu.
Margrét Árnadóttir gerði – eða gerði ekki – fyrsta mark leiksins á níundu mínútu eftir sendingu Sögu Lífar Sigurðardóttur; Margrét þrumaði boltanum í stöngina, þaðan fór hann í markvörð Þróttar og í netið og á leikskýrslu er þetta skráð sem sjálfsmark markvarðarins. Katla Tryggvadóttir jafnaði fyrir Reykjavíkurmeistara Þróttar en Andrea tryggði Þór/KA sigur á 71. mín. Fékk boltann fyrir utan vítateig, lék á varnarmenn og sendi boltann efst í fjærhornið með vinstra fæti.
Sjón er sögu ríkari! Smellið hér til að sjá mark Andreu