Fara í efni
Þór

Frábær tölfræði Tryggva í bestu deildinni

Tryggvi Snær Hlinason hefur verið frábær í vetur með liði Casademton Zaragoza í spænsku ACB deildinni – sterkustu landsdeild Evrópu. Umboðsskrifstofan BDA Sports Intl, sem starfar með miðherjanum, vekur athygli á þessu á Twitter.

Tryggvi ...

  • ... hefur varið næst flest skot allra í deildinni – 1,3 að meðaltali í leik
  • ... er í fimmta sæti yfir þá sem hafa tekið flest fráköst – 5,9 að meðaltali í leik
  • ... hittir næst besta allra í deildinni úr 2ja stiga skotum – úr 80,9% skota
  • ... treður boltanum oftast allra í körfuna – 2,1 sinni í leik að meðaltali

VIÐBÓT Í KVÖLD
Casademont sigraði í kvöld Retabet Bilbao í spænsku deildinni, 96:73, á útivelli. Tryggvi og félagar höfð tögl og hagldir allan tímann og Tryggvi, sem lék liðlega 16 mínútur af 40, skoraði 10 stig, tók sex fráköst og átti eina stoðsendingu. Zaragoza hefur þar með unnið sjö leiki en tapað 12. Það hóf leiktíðina afleitlega en er að rétta úr kútnum og er komið upp í 12. sæti 19 liðum.

Smellið HÉR til að horfa á brot úr leiknum, þar sem Tryggvi sést m.a. troða boltanum í körfuna.