Fara í efni
Þór

Fílabeinsstrendingur til Þórs - framherji

Guy Landry Ed, sá grænklæddi, í landsleik með Fílabeinsströndinni.

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við 33 ára framherja, Guy Landry Edi, landsliðsmann frá Fílabeinsströndinni. Edi er 198 cm á hæð. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs í kvöld.

Landry Edi, sem er með franskt vegabréf, kemur til landsins í vikunni. Þá tekur við skimun og sóttkví samkvæmt núgildandi reglum og gangi allt að óskum ætti hann að vera tilbúinn í slaginn með Þórsliðinu um næstu mánaðamót.

Á heimasíðu Þórs segir að Edi hafi  spilað með Gonzaga háskólanum í Washington á sínum tíma, og einnig með liðum í tveimur efstu deildum í Frakklandi og Finnlandi.