Fara í efni
Þór

Félagsfundur Þórs um uppbyggingu á svæðinu

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Íþróttafélagið Þór hefur boðað til almenns félagsfundar í félagsheimilinu Hamri í kvöld kl. 20.00. Þar á að fjalla um framtíðaruppbyggingu á félagssvæðinu, en meðal annars hefur lengi verið barist fyrir því að íþróttahús verði byggt á svæðinu til þess að starfsemi allra deilda Þórs verði á sama stað í bænum.

„Við ætlum að upplýsa félagsmenn hvað við erum búin að vera að gera frá kosningum og hvað okkur hefur miðað í viðræður við bæinn og hver okkar helstu áhersluatriði eru,“ segir Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, við Akureyri.net.

Á vef Þórs er birt eftirfarandi dagskrá:

  • Framtíðaruppbygging á félagssvæði Þórs
    • Staðan í dag
    • Framtíðarsýn Þórsara
    • Önnur mál
    • Léttar veitingar

Gögn til upplýsingar fyrir fundinn:

Frumþarfagreining

Skýrsla aðalstjórnar 2022