Fara í efni
Þór

Færeyskur hornamaður til liðs við Þórsara

Þórsarar hafa samið við færeyska handboltamanninn Jonn Róa Tórfinnsson um að leika með liði félagsins næsta vetur. Jonn Rói er 22 ára gamall og leikur í hægra horni. Hann kemur til Þórs frá Neistanum í heimalandinu þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur ár. Jonn Rói á 10 leiki að baki með yngri landsliðum Færeyja að því er fram kemur á heimasíðu Þórs.