Fara í efni
Þór

Enn lutu Þórsarar í lægra haldi

Atle Bouna Black Ndiaye var besti leikmaður Þórs í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Þórs í körfubolta tapaði fyrir Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í gærkvöldi á útivelli, í Subway deildinni, efstu deild Íslandsmótsins. Lokatölur urðu 110:81.

  • Skorið í hverjum leikfjórðungi: 24:27 – 29:23 – 53:50 – 36:17 – 21:14 – 110:81

Norðanmenn byrjuðu gríðarlega vel, unnu fyrsta leikhluta með þriggja stiga mun en heimamenn þann næsta með sex stigum, svo aðeins munaði þremur stigum í hálfleik. Úrslitin réðust hins vegar í þriðja leikhluta þegar Íslandsmeistararnir hreinlega völtuðu yfir gestina.

„Þetta var flottur fyrri hálfleikur hjá okkur en mjög lélegur seinni hálfleikur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Akureyrar-Þórsara, í samtali við Vísi eftir leikinn.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við töluðum um það inni í klefa í hálfleiknum að það væri mikilvægt að mæta einbeittir út en svo töpum við strax boltanum og þeir skora held ég þrjá þrista í röð frá Daniel og Davíð,“ hélt Bjarki Ármann áfram. Þórsarar hafa þar með tapað fyrstu sjö leikjunum í deildinni á leiktíðinni.

Smellið hér til að lesa ítarlega umfjöllun á Vísi.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.