Þór
Enginn slasaðist þegar rúta ók á flutningabíl
Margir bílar bíða í röð vegna slyssins í Öxnadalnum.
Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta frá SBA ók aftan á flutningabíl í Öxnadal laust fyrir hádegi. Rútan var á leið til Reykjavíkur með hóp körfuboltastráka úr íþróttafélaginu Þór. Strákarnir hafa verið sóttir og verða fluttir í Hamar, félagsheimili Þórs, þangað sem foreldrar eða forráðamenn hafa verið boðaðir.
Hringvegurinn er lokaður við Jónasarlund vegna slyssins en umferð verður hleypt í gegn til skiptis úr hvorri átt meðan unnið er á vettvangi.