Þór
Drungilas missir af þremur leikjum við Þór
14.05.2021 kl. 20:19
Guy Landry Edi og Adomas Drungilas í baráttu um boltann í leik Þórsliðanna á Akureyri fyrr í vetur. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Litháinn Adomas Drungilas, leikmaður Þórs í Þorlákshöfn, missir af næstu þremur leikjum liðsins – gegn Strákunum okkar í Þór, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Sigra þarf í þremur leikjum til að komast áfram svo Drungilas mætir til leiks á ný ef liðin þurfa að mætast oftar.
Fyrsti leikur Þórsliðanna tveggja verður í Þorlákshöfn á sunnudagskvöldið.
Drungilas var í dag úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd KKÍ; þetta er í þriðja skipti á tveimur mánuðum sem leikmaðurinn er úrskurðaður í bann og því er refsingin þyngri en ella. Hann fékk bannið að þessu sinni fyrir að gefa Guy Landry Edi olnbogaskot í leiknum í Þorlákshöfn í síðustu viku.