Fara í efni
Þór

„Dásamleg stund en tilfinningaþrungin“

Guðrún Gísladóttir, eiginkona Ágústs heitins, og tvö barna þeirra, Júlíus Orri og Berglind Eva, afhjúpuðu minnismerkið við inngang körfuboltavallarins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Garðurinn hans Gústa við Glerárskóla – „glæsilegasti útikörfuboltavöllur landsins“ – var formlega vígður og afhentur Akureyrarbæ til eignar og umsjónar í morgun. Við sama tilefni var minnisvarði til heiðurs athafnamanninum og körfuknattleiksþjálfaranum Ágústi H. Guðmundssyni afhjúpaður, en hann lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram.

Stórkostleg tilfinning

„Það er stórkostleg tilfinning að búið sé að opna Garðinn og við verðum ævinlega þakklát þessum strákum, bestu vinum hans, fyrir að taka af skarið og gera völlinn að veruleika. Þetta er dásamleg stund en tilfinningaþrungin,“ sagði Guðrún Gísladóttir, eiginkona Ágústs heitins, við Akureyri.net í morgun.

Strákarnir, lærisveinar og vinir Ágústs tala ætíð um Garðinn sem glæsilegasta útikörfuboltavöll landsins, enda er hann sá eini í fullri stærð og státar jafnframt af áhorfendastúku og flóðlýsingu.

Nánar síðar