Fara í efni
Þór

Daníel Andri áfram með kvennalið Þórs

Daníel Andri Halldórsson í leiknum gegn Snæfelli, á því augnabliki sem sætið í Subway-deildinni var tryggt. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Daníel Andra Halldórsson um að stýra kvennaliði félagsins í Subway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Hlynur Freyr Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari.

„Daníel átti stóran þátt í að endurvekja Þórsliðið eftir að það var lagt niður um tíma og var ekki með í Íslandsmótinu í tvö ár. Hann tók að sér þjálfun liðsins þegar það var endurvakið, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs. Daníel Andri er jafnframt yfirþjálfari yngri flokka Þórs og þjálfar yngri flokka hjá félaginu,“ segir á heimasíðu Þórs.

Nánar hér á heimasíðu Þórs