Fara í efni
Þór

Blak, handbolti og körfubolti á dagskrá

14.30 Þróttur - KA, Mizuno deild kvenna í blaki

  • KA-stelpurnar sigruðu nýbakaða bikarmeistara HK í gær, 3:2, í hörkuleik. KA er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig eftir 11 leiki en lið Þróttar er neðst með fjögur stig að loknum átta leikjum. Smellið hér til að horfa á leikinn í beinni útsendingu.

15.00 ÍBV - Þór, Olís deild karla í handbolta 

  • ÍBV er með 15 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Þór í 11. sæti með sex stig. Þór vann ÍR í síðustu umferð og ÍBV lagði Val í Reykjavík. Ljóst er að við ramman reip verður að draga fyrir Þórsara en reikna má með því að þeir berjist eins og ljón því hvert stig er dýrmætt í botnbaráttunni. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu Eyjamanna. Smellið hér til að horfa.

19.15 KR - Þór, Domino's deild karla í körfubolta

  • Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið fjóra síðustu leiki. Þeir eru í 6. til 8. sæti deildarinnar með 14 stig en KR-ingar í 2. til 4. sæti með 20 stig. Þór burstaði ÍR í síðasta leik í Íþróttahöllinni á Akureyri en KR-ingar mörðu Hött á Egilsstöðum með eins stigs mun. Spennandi verður að sjá hvort Þórsliðið nær að leggja Vesturbæinga á útivelli. Smellið hér til að horfa á beina útsendingu KR-inga og OZ frá leiknum. Það kostar 1.990 krónur.