Fara í efni
Þór

Bjarni Guðjón og Aron Ingi léku gegn Frökkum

Byrjunarlið Íslands í gær. Bjarni Guðjón er lengst til vinstri í aftari röð, Aron Ingi lengst til í hægri fremri röð. Ljósmynd af vef KSÍ

Þórsararnir Aron Ingi Magnússon og Bjarni Guðjón Brynjólfsson léku báðir með landsliði 19 ára og yngri sem tapaði 2:0 fyrir Frökkum í gær í undankeppni EM.

Aron Ingi lék allan leikinn í stöðu vængbakvarðar en Bjarni Guðjón lék í rúman klukkutíma á miðjunni. Bjarni fékk að líta gula spjaldið skömmu áður en honum var skipt af velli á 62.mínútu.

Frakkar eru með ógnarsterkt lið og unnu Kasakstan 7:0 í fyrstu umferð riðilsins. Ísland vann Skotland í fyrsta leiknum og leikur gegn Kasakstan í lokaumferðinni á þriðjudag. Leikið er í Skotlandi og fara tvö efstu lið riðilsins áfram í næstu umferð.