Fara í efni
Þór

Bjarni Guðjón byrjaði en sá rautt í lokin

Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Spánverjinn Dani Pérez, leikmaður Betis, í leiknum á Möltu í gær. Ljósmynd KSÍ: Hulda Margrét

Þórsarinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson var í byrjunarliði U19 landsliðsins í knattspyrnu í gær, í fyrsta leik þess á lokamóti Evrópumótsins á Möltu. Ísland tapaði 2:1 fyrir firnasterku liði Spánar.

Bjarni Guðjón, sem lék á miðjunni, stóð sig vel en var óheppinn; hann fékk gult spjald snemma í seinni hálfleik og var svo sýnt gula spjaldið öðru sinni í blálokin og var þar með rekinn af velli. „Stígur aftan í Palacios og klæðir hann um leið úr skónum,“ sagði í lýsingu fotbolta.net á leiknum á atvikinu þegar Bjarni Guðjón fékk seinna gula spjaldið. Hann missir af næsta leik, gegn Noregi á föstudaginn.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Smellið hér til að sjá flotta umfjöllun fotbolta.net um leikinn.

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Spáni. Bjarni Guðjón er annar frá vinstri í fremri röð. Mynd KSÍ: Hulda Margrét.