Fara í efni
Þór

Bjarni tryggði Þór stig með marki í lokin

Boltinn á leið í mark Vestra; Nacho Gil lengst til vinstri, næstur markvörðurinn Brenton Muhammad, Bjarki Þór Viðarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Petar Planic. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Bjarni Guðjón Brynjólfsson tryggði Þórsurum eitt stig þegar hann jafnaði, 1:1, undir lok leiksins gegn Vestra í kvöld í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þórsarar léku ekki vel í kvöld og geta ekki annað en verið sáttir við þetta eina stig, miðað við frammistöðuna. Gestirnir voru mun meira með boltann og nær því að bæta við marki en Þórsarar.

Upphaflega var greint frá því hér að Bjarki Þór Viðarsson hefði skorað en skot hans mun hafa farið í Bjarna Guðjón og af honum í netið. Markið skráist því á Bjarna. 

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Þarna vildu Þórsarar fá víti seint í leiknum, þegar Jakob Snær Árnason sendi fyrir markið og boltinn fór í hönd varnarmannsins.

Benedikt Warén skorar fyrir Vestra í kvöld, eftir að hann fór illa með Þórsvörnina.