Fara í efni
Þór

Bandaríkjamaður til körfuboltaliðs Þórs

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bandarískan leikstjórnanda, Tarojae Brake, um að leika með liðinu í 1. deild karla næsta tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Tarojae er 25 ára og 190 cm á hæð. „Á síðasta tímabili lék hann í TBL deild í Bandaríkjunum þar sem hann skilaði 16,7 stigum í leik, um 4 stoðsendingum og 6 fráköstum. Tímabilið sem framundan er verður því hans annað tímabil í atvinnumennsku eftir háskóla en tímabilið 2020-2021 lék Tarojae með Saint Peter's háskólanum í MAAC riðli í efstu deild háskóladeildarinnar.“