Fara í efni
Þór

Bæði blaklið KA hefja leik í deildinni í dag

Blakvertíðin er hafin, báðir leikirnir um titilinn meistarar meistaranna hafa farið fram og kvennalið KA nú þegar búið að vinna þann bikar og hefur titilvörn Íslandsmótsins með heimaleik gegn Álftanesi. Keppni í efstu deild karla og kvenna er að fara af stað og bæði KA-liðin hefja leik í dag. Karlaliðið leikur einnig á morgun. 

  • KA-heimilið, laugardagur kl. 15
    Unbroken-deild karla: KA - Vestri

  • KA-heimilið, laugardagur kl. 17:30
    Unbroken-deild kvenna: KA - Álftanes

  • KA-heimilið, sunnudagur kl. 14
    Unbroken-deild karla: KA - Hamar

Karlalið KA endaði í 5. sæti í efstu deild Íslandsmótsins, Unbroken-deildinni, í fyrra með 21 stig úr 14 leikjum, og spiluðu því í neðri hlutanum í framhaldinu og enduðu efstir þar. KA-liðið féll út í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Kvennalið KA vann Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð eftir sigur á Aftureldingu í oddaleik. Sömu lið mættust í úrslitum bikarkeppninnar og þar höfðu Mosfellingar betur.