Fara í efni
Þór

Báðir Evrópuleikir KA/Þórs í Kósóvó

Leikmenn KA/Þórs þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í leiknum gegn Fram í dag. Íslandsmeistararnir fara til Kósóvó í næsta mánuði. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Báðir leikir Íslandsmeistara KA/Þórs í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í næsta mánuði fara nær örugglega fram í Kósóvó. KA/Þór dróst gegn KHF Istogu og liðin mætast í tvígang um miðjan mánuðinn.

Leika átti heima og að heiman en forráðamenn félaganna hafa átt í viðræðum undanfarið um að báðir leikirnir fari annað hvort fram hér eða í Kósóvó. Að sögn Erlings Kristjánssonar, formanns kvennaráðs, kemur það betur út fjárhagslega fyrir KA/Þór að báðir leikirnir fari fram ytra auk þess sem það sé auðveldara í framkvæmd í ljósi ýmissa sóttvarnarreglna vegna Covid-19.