Fara í efni
Þór

Ásdís gengur til liðs við Skara HF

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ásdís Guðmundsdóttir, handboltakona í KA/Þór hefur samið við Skara HF, sem leikur í efstu deild í Svíþjóð. Þetta kom fram á vef Vikudags í morgun.

Hjá Skara HF hittir Ásdís fyrir æskuvinkonu sína og samherja í KA/Þór þar til í vor, Aldísi Ástu Heimisdóttur. Töluvert er síðan Ásdís tilkynnti að hún hygðist söðla um og hafði skoðað aðstæður hjá fleiri liðum.

KA/Þór hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku eftir síðasta keppnistímabil. Auk Ásdísar og Aldísar Ástu er örvhenti hornamaðurinn Rakel Sara Elvarsdóttir horfinn á braut sem og markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir. Rakel Sara samdi við Volda í Noregi og Sunna Guðrún við svissneska liðið GC Amicitia í Zürich.

Aldís Ásta til Skara HF í Svíþjóð