Fara í efni
Þór

Ásdís er hætt að leika með HF Skara í Svíþjóð

Ásdís Guðmundsdóttir svífur inn af línunni í leik með HF Skara í vetur. Aldís Ásta Heimisdóttir er lengst til vinstri. Ljósmynd: Viktor Ljungström

Handboltakonan Ásdís Guðmundsdóttir sem gekk til liðs við HF Skara í Svíþjóð frá KA/Þór síðasta sumar er hætt að leika með félaginu og flutt heim til Akureyrar á ný.

Ásdís hættir að eigin frumkvæði; hún fékk samningnum við HF Skara rift af persónulegum ástæðum. Ekki er ljóst hvað tekur við, samningur við annað félag er ekki í pípunum skv. því sem Akureyri.net kemst næst. Hún hefur til dæmis ekki rætt við forráðamenn KA/Þórs.

Æskuvinkona Ásdísar, Aldís Ásta Heimisdóttir, gekk einnig til liðs við HF Skara síðasta sumar. Þeim hefur báðum gengið ágætlega með liðinu sem er um miðja efstu deild Svíþjóðar.