Fara í efni
Þór

Stelpurnar komust mjög auðveldlega áfram

Leikmenn Þórs/KA gera harða hríð að marki Hauka í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA hafði ekki mikið fyrir því að komast í átta liða úrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Stelpurnar fengu lið Hauka í heimsókn á Þórsvöllinn og sigruðu 6:0.

Tiffany McCarty gerði fyrsta markið eftir 10 mínútur og  Andrea Mist Pálsdóttir og Margrét Árnadóttir bættu við mörkum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni skoruðu Sandra María Jessen, Hulda Ósk Jónsdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir, sem varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Í fyrstu var talið að Vigdís Edda Friðriksdóttir hefði skoraði fyrir Þór/KA en þetta var skráð sjálfsmark.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.