Fara í efni
Þór

Aron Birkir varði þrjú víti – Þór í 16-liða úrslit

Aron Birkir Stefánsson hafði ekki mikið að gera í hefðbundnum leiktíma en varði þó eitt víti og síðan tvö í vítaspyrnukeppninni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar eru komnir í 16-liða úrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, eftir sigur á Kára frá Akranesi í Akraneshöllinni í dag. Þrátt fyrir linnulitla sókn og 20 hornspyrnur náðu Þórsarar ekki að skora í hefðbundnum leiktíma, en þeir unnu 5:3 eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Eftir 90 markalausar mínútur tók það Þórsara ekki nema tæpar tvær mínútur að skora í framlengingunni. Það var Kristófer Kristjánsson sem braut ísinn. Lið Kára fékk svo víti í seinni hálfleik framlengingar  og jafnaði. Aron Birkir Stefánsson í Þórsmarkinu varði reyndar frá Fylki Jóhannssyni en Fylkir náði frákastinu og skoraði. Aron gerði sér svo lítið fyrir og varð tvö skot í vítaspyrnukeppninni.

Vítaspyrnukeppnin:

  • 1:2 Alexander Már Þorláksson - skorar

1:2 Sverrir Mar Smárason - Aron Birkir ver

  • 1:3 Nikola Kristinn Stojanovic - skorar

2:3 Fylkir Jóhannsson - skorar

  • 2:4 Bjarki Þór Viðarsson - skorar

3:4 Kolbeinn Tumi Sveinsson - skorar

  • 3:5 Ingimar Arnar Kristjánsson - skorar

3:5 Hektor Bergmann Garðarsson - Aron Birkir ver

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna