Fara í efni
Þór

Aron Birkir og Fannar Daði semja í tvö ár

Fannar Daði Malmquist og Aron Birkir Stefánsson.

Knattspyrnumennirnir Aron Birkir Stefánsson, markvörður, og sóknarmaðurinn Fannar Daði Malmquist, sömdu báðir áfram við Þór í dag. Samningur beggja rann út í haust en þeir eru nú samningsbundnir félaginu næstu tvö ár.

Aron Birkir lék fyrst með meistaraflokki Þórs 2016, aðeins 17 ára, og hefur verið aðalmarkvörður liðsins frá því sumarið 2017. Hann á að baki um 140 keppnisleiki fyrir Þór, þar af 87 í B-deild Íslandsmótsins og 11 í bikarkeppninni. Þá lék Aron á sínum tíma átta sinnum með yngri landsliðum Íslands. Hann verður 22 ára í janúar.

Fannar Daði er 24 ára, lék fyrst með meistaraflokki Þórs 2016 en hefur einnig spilað með Magna og Dalvík/Reyni. Hann spilaði 16 leiki með Þór á Íslandsmótinu í sumar og gerði fjögur mörk. Hann hefur alls leikið tæpa 130 leiki í meistaraflokki og gert 30 mörk.