Fara í efni
Þór

Arna Sif og Ragnar kjörin best hjá Þór

Ragnar Ágústsson og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs Þórs/KA, var kjörin íþróttakona Þórs árið 2021 og Ragnar Ágústsson, leikmaður körfuboltaliðs Þórs,  hlaut nafnbótina íþróttakarl Þórs. Vegna samkomutakmarkana var árlegri samkomu félagsins, Við áramót, aflýst að þessu sinni en bæði hafa Ragnar og Arna nú fengið verðlaunagrip í hendur.

Þrjár konur voru tilnefndar að þessu sinni; auk Örnu Sifjar þær Brynja Herborg Jónsdóttir frá píludeild og Heiða Hlín Björnsdóttir frá körfuknattleiksdeild.

Sex karlar voru tilnefndir í kjörinu. Auk Ragnars voru það Elmar Freyr Aðalheiðarson frá hnefaleikadeild félagsins, Arnór Þorri Þorsteinsson  frá handknattleiksdeild, Fannar Daði Malmquist frá knattspyrnudeild, Andri Þór Bjarnarson frá rafíþróttadeild og Sigurður Þórisson frá píludeild.