Fara í efni
Þór

Arna Sif: „Hrikalega mikilvæg stig“

Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir leikinn í Árbænum í dag. Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð.

Karen María Sigurgeirsdóttir og Shaina Ashouri skoruðu fyrir Þór/KA í 2:1 sigri á Fylki í Reykjavík í dag í næstu síðustu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Stelpurnar okkar eru í sjötta sæti eftir leikinn og endanlega úr allri fallhættu. Fylkisliðið er hins vegar fallið úr deildinni.

„Þetta var mjög góður sigur. Kannski ekki besti fótboltaleikur sem við höfum spilað í sumar en hrikalega mikilvæg stig svo við erum mjög sáttar,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, í viðtali við fotbolti.net eftir leikinn.

Smelltu hér til að sjá viðtalið við Örnu Sif á fotbolti.net

Smeltu hér til að sjá leikskýrsluna