Þór
Alvaro Montejo leikur áfram með Þórsurum
04.02.2021 kl. 16:55
Alvaro Montejo fagnar einu fjórtán marka sinna með Þór á Íslandsmótinu síðasta sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Spænski framherjinn Alvaro Montejo hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Þórs um að leika með liði félagsins í sumar. Alvaro kom til Þórs 2018 og hefur síðan þá gert 40 mörk í 47 leikjum í næst efstu deild Íslandsmótsins, sem nú heitir Lengjudeildin. Hann var markahæsti leikmaður Þórs öll þrjú árin. Alvaro er væntanlegur til landsins í apríl.
Alvaro lék fyrst á Íslandi 2014, með Hugin á Seyðisfirði, en hefur líka verið á mála hjá Fylki og ÍBV. Hann hefur alls gert 64 mörk í 110 deildar- og bikarleikjum hérlendis.