Fara í efni
Þór

Alexander Már semur við Þór til þriggja ára

Knattspyrnudeild Þórs hefur samið til þriggja ára við framherjann Alexander Má Þorláksson. Hann verður löglegur með Þórsliðinu 30. júní gegn Þrótti úr Vogum, en félagaskiptaglugginn verður opnaður á ný daginn áður.

Alexander Már, sem er sonur Þorláks Árnasonar, þjálfara Þórs verður 27 ára á þessu ári. Hann hefur verið á mála hjá Fram síðan 2020, hefur tekið þátt í sjö leikjum liðsins í Bestu deildinni í sumar og gert eitt mark, í fyrstu umferðinni gegn FH.

Alexander á að baki 202 KSÍ leiki og hefur gert 122 mörk; þar af 23 leiki og 2 mörk í A-deild, 40 leiki og 17 mörk í B-deild og 50 leiki og 32 mörk í C-deild.

Þórsarar hafa verið þunnskipaðir í fremstu víglínu í sumar eftir að Fannar Daði Malmquist sleit krossband í hné í fyrstu umferðinni og Suður-Kóreubúinn Je-wook Woo meiddist og snéri heim á ný.