Fara í efni
Þór

Akureyringar fögnuðu tveimur bikartitlum

Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Akureyringar urðu bikarmeistarar í handbolta tveimur flokkum í gær; KA/Þór vann ÍBV í úrslitaleik 4. flokks stúlkna og KA-strákarnir á eldri ári í 4. flokki lögðu Aftureldingu að velli í úrslitaleik. Lið yngra árs 4. flokks KA komst einnig í úrslit en tapaði með eins marks mun fyrir Haukum.

  • ÍBV var einu marki yfir í hálfleik í úrslitum 4. flokks stúlkna en KA/Þór vann leikinn 19:16.

Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 7, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Auður Snorradóttir 2, Kristín Birta Lindal Gunnarsdóttir 2, Sara María Jóhannesdóttir 2, Bríet Klara Barðadóttir 1, Kristín Andrea Hinriksdóttir 1.

Milvægasti leikmaður leiksins var valin Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.

Leikmenn bikarmeistaraliðsins eru: Arna Dögg Kristinsdóttir, Sara María Jóhannesdóttir, Hekla Halldórsdóttir, Dagný Hjaltadóttir, Sigrún María Pétursdóttir, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Bríet Klara Barðadóttir, Birna Rut Snorradóttir, Hólmfríður Björk Sævarsdóttir, Auður Snorradóttir, Lydía Gunnþórsdóttir, Kristín Andrea Hinriksdóttir, Júlía Sól Arnórsdóttir og Kristín Birta Líndal Gunnarsdóttir. Þjálfari er Gunnar Líndal.

  • KA vann Aftureldingu í úrslitaleik eldra árs 4. flokks stráka, 24:22, í mjög sveiflukenndum leik og æsispennandi lokamínútur. Leikurinn var jafn framan af en KA-strákarnir breyttu stöðunni úr 6:5 í 13:5 og þannig stóð í hálfleik.

Afturelding fékk tækifæri til að jafna á síðustu mínútu en Óskar Þórarinsson, markvörður KA, varði skot úr dauðafæri eftir hraðaupphlaup og Dagur Árni Heimisson gerði síðasta markið.

Dagur Árni Heimisson, KA, var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins.

Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 7, Jens Bragi Bergþórsson 6, Magnús Dagur Jónatansson 3, Hugi Elmarsson 3, Heiðmar Örn Björgvinsson 3, Aron Daði Stefánsson 2. Þjálfari liðsins er Stefán Árnason.

Leikmenn bikarmeistaraliðs KA eru: Óskar Þórarinsson, Úlfur Örn Guðbjargarson, Heiðmar Örn Björgvinsson, Benjamín Þorri Bergsson, Leó Friðriksson, Hugi Elmarsson, Arnar Elí Guðlaugsson, Dagur Árni Heimisson, Kári Brynjólfsson, Aron Daði Stefánsson, Guðmundur Hlífar Jóhannesson, Magnús Dagur Jónatansson, Jens Bragi Bergþórsson, Þormar Sigurðsson.

  • Lið yngra árs 4. flokks KA mætti Haukum í úrslitaleik og var með pálmann í höndunum þegar hálf mínúta var eftir en á ótrúlegan hátt tókst Haukum að skora tvisvar á þeim tíma og tryggja sér sigur. Síðasta markið var flautumark; skorað á síðustu sekúndu eftir hraðaupphlaup.

Leikmenn liðsins eru þessir: Þorsteinn Skaptason, Úlfar Örn Guðbjargarson, Eyþór Nói Tryggvason, Leó Friðriksson, Þórir Hrafn Ellertsson, Axel Vestmann, Kristján Breki Pétursson, Almar Andri Þorvaldsson, Stefán Grétar Katrínarson, Aron Daði Stefánsson og Ingólfur Árni Benediktsson.

Bikarmeistarar KA/Þórs í 4. flokki stúlkna. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Bikarmeistarar KA, eldra ár 4. flokks. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Lið yngra árs í 4. flokki, sem tapaði naumlega fyrir Haukum í úrslitaleiknum. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.