Fara í efni
Þór

3 á 3 götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa

Laugardaginn 26. ágúst verður 3 á 3 götukörfuboltamót haldið í Garðinum hans Gústa – glæsilegasta útikörfuboltavelli landsins, eins og það er orðað í tilkynningu – við Glerárskóla. Mótið er haldið í tengslum við Akureyrarvöku.

Keppt verður í fjórum flokkum karla og kvenna: 13 ára og yngri, 15 ára og yngri, 25 ára og eldri og opnum flokki. Hvert lið fær a.m.k. þrjá leiki. Allir geta tekið þátt. Einn skiptimaður er leyfður (sem sagt, hámark 4 leikmenn í liði). Þaulvanir dómarar dæma. Akureyrarbær styrkir mótið.

Fyrstu leikir hefjast kl. 12:00. Leikjaniðurröðun verður birt daginn fyrir mót.

Auk sigurverðlauna í hverjum flokki verða veitt fjölbreytt verðlaun. Heitt verður á grillinu og plötusnúður verður á staðnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Þór.

Skráning á mótið fer fram í gegnum netfangið 3a3Akureyri@gmail.com eða í gegnum skráningarhlekk https://forms.gle/kmVi9k1MCx1Du8VW6. Taka þarf fram nöfn liðs í tölvupósti. Skráning þarf að berast eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 24. ágúst. Þátttökugjald er 9.000 krónur á lið og greiðist á staðnum.

Fréttir og myndir frá mótinu munu birtast á Facebook-síðu Garðsins hans Gústa: https://www.facebook.com/gardurinnhansgusta