Fara í efni
Sverrir Páll

Spænskur varnarmaður til Þórs frá Völsungi

Mynd af heimasíðu Þórs

Knattspyrnudeild Þórs hefur samið við spænska varnarmanninn Juan Guardia Hermida um að leika með liðinu næstu tvö árin. Greint er frá þessu á heimasíðu Þórs.

„Juan er 22 ára gamall og hefur leikið á Íslandi undanfarin tvö ár með nágrönnum okkar í Völsungi og var í lykilhlutverki hjá Húsvíkingum þegar þeir fóru upp úr 2.deildinni síðasta sumar. Var Juan meðal annars valinn í lið ársins hjá Fótbolta.net,“ segir þar.

„Hann fékk sitt knattspyrnulega uppeldi hjá spænska stórveldinu Atletico Madrid þar sem hann fór upp í gegnum allt barna- og unglingastarf til 18 ára aldurs. Juan er fjölhæfur varnarmaður sem hefur skorað sjö mörk í 44 leikjum hér á landi. Hann æfði með okkar mönnum á dögunum áður en hann hélt heim til Spánar í jólafrí og mun mæta aftur til Akureyrar í byrjun febrúar.“

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00