Fara í efni
Sverrir Páll

MA með góðan árangur í forritunarkeppninni

Vinningshafar f.v. Elvar Björn Ólafsson og Lárus Vinit Víðisson í YesBinary, sigurliði Delta-deildar (á myndina vantar Dagbjörtu Rós Hrafnsdóttur). Í miðjunni: Nína Rut Arnardóttir, viðurkenning fyrir myndaverðlaun (á mynd vantar Kolfinnu Eik Elínardóttur). Lengst til hægri: Annað sæti Delta-deildar, lið Binary_bros: Víkingur Þorvaldsson (vinstra megin), Viktor Franz Bjarkason (miðja) og Orri Páll Pálsson (hægra megin). Aðsendar myndir.

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri laugardaginn 8. mars. Keppt var í þremur deildum eftir erfiðleikastigi, Alfa, Beta og Delta, og fóru lið Tækniskólans með sigur af hólmi í Alfa deild og Beta deild og lið Menntaskólans Akureyri í Delta deild.

Eitt lið frá MA keppti í Beta deild, og hafnaði í 5. sæti. Tíu lið kepptu í Delta deild og átti MA sigurliðið og annað sæti. Þá voru veitt aukaverðlaun fyrir besta nafnið, sem kom í hlut liðs úr Menntaskólanum í Reykjavík, og lið frá Menntaskólanum á Akureyri sigraði myndakeppnina.

Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir forritunarkeppninni í fjölda ára og hefur aðsókn í keppnina aukist með hverju árinu. Í ár tóku alls 135 nemendur þátt í 61 liði og var bæði keppt í HR og Háskólanum á Akureyri. Hér eru frekari upplýsingar um keppnina.

 

Keppendur voru mjög einbeittir. Mynd: aðsend

Úrslit í Delta deild 

1. sæti – YesBinairy: Menntaskólinn á Akureyri

- Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Elvar Björn Ólafsson og Lárus Vinit Víðisson

2. sæti – Binary_Bros: Menntaskólinn á Akureyri

- Orri Páll Pálsson, Viktor Franz Bjarkason og Víkingur Þorvaldsson

3. sæti – Cyperpunks: Verzlunarskóli Íslands

- Alexander Björnsson og Tómas Bogi Bjarnason

 

Aukaverðlaun 

Myndakeppni BoolBollur: Menntaskólinn á Akureyri

- Kolfinna Eik Elínardóttir og Nína Rut Arnardóttir

Besta nafnið - dQw4w9WgXcQ: Menntaskólinn í Reykjavík

- Alex Xinyi Chen og Davíð Smith Hjálmtýsson

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00