Fara í efni
Sverrir Páll

Lagning ökutækja bönnuð í Goðanesi

Skjáskot úr götusýn á já.is. Akureyri.net hefur ekki upplýsingar um tímasetningu á myndatökum í Goðanesinu fyrir ja.is.

Ökumenn sem hafa átt leið um vestari hluta Goðaness hafa líklega tekið eftir því undanfarin ár að ekki hefur alltaf verið alveg greiðfært um götuna vegna bifreiða og tækja sem þar hefur verið lagt. Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók á málinu í janúar 2023 þegar samþykkt var að banna lagningu ökutækja sunnan og vestan megin í Goðanesinu til að bregðast við ábendingum sem borist höfðu um að tæki í götunni hindruðu umferð.


Á þessari loftmynd (skjáskot af já.is) má sjá ökutæki og önnur tæki sem lagt hefur verið í götunni. Akureyri.net hefur ekki upplýsingar um tímasetningu á þessu loftkorti á já.is.

 

Á fundi ráðsins í október á þessu ári kom fram að þrátt fyrir þessa breytingu hafi borist fjölmargar ábendingar um að ástandið hafi ekki lagast mikið og að oft skapist hætta vegna þrengsla vestast í götunni. Skipulagsráð samþykkti því að banna alfarið lagningu ökutækja í Goðanesi að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Málið er á dagskrá bæjarstjórnarfundar á morgun, en engu að síður er afgreiðsla skipulagsráðs fullnaðarafgreiðsla að því er fram kemur í fundargerð ráðsins, með vísan til sveitarstjórnarlaga og samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.


Goðanesið. Vandinn vegna lagningar ökutækja og annarra tækja í götunni var einkum í vesturhlutanum, en með samþykkt skipulagsráðs hefur lagning ökutækja í götunni alfarið verið bönnuð. Skjáskot af map.is/akureyri.

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00