Fara í efni
Sverrir Páll

Karlalið KA og Þórs spila í bikarnum í dag

Þór og KA eiga bæði fyrir höndum leik í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik í dag.

Bæði karlalið Akureyrar í handknattleik, Þór og KA, spila í bikarkeppni HSÍ, Powerade-bikarnum, í dag. Þórsarar eiga heimaleik, en KA fer á Ísafjörð.

Leikirnir eru í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. KA sat yfir í fyrstu umferðinni, en Þórsarar hafa nú þegar spilað einn leik, mættu ÍBV 2 í Eyjum og unnu þann leik.

Þórsarar mæta ÍR-ingum sem eru á botni Olísdeildarinnar með fimm stig, en þeir fóru beint upp úr Grill 66 deildinni í vor. ÍR vann báðar viðureignir þessara liða í Grill 66 deildinni á síðastliðnu tímabili.

  • Powerade-bikar karla í handknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 16:00
    Þór - ÍR

KA sækir Hörð heim til Ísafjarðar. Hörður spilaði í Olísdeildinni tímabilið 2022-23 og féll án þess að vinna leik. Liðið mætti Þór í undanúrslitum Grill 66 deildarinnar í vor og tapaði í oddaleik. KA hefur verið í botnbaráttu Olísdeildarinnar það sem af er tímabili, situr í 8. sætinu með fimm stig eins og HK og ÍR sem eru fyrir neðan.

  • Powerade-bikar karla í handknattleik
    Íþróttamiðstöðin á Ísafirði kl. 18:30
    Hörður - KA

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00