Fara í efni
Sverrir Páll

Fimm smáhýsi í bígerð við Síðubraut

Skjáskot af map.is/akureyri. Hér má sjá stækkunina á skipulagsreitnum (rautt) og áformaða staðsetningu smáhýsa miðað við tillögu að breyttu deiliskipulagi (blátt).

Skipulagsráð hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að auglýst verði tillaga með drögum að breytingu á deiliskipulagi í námunda við Grænhól, norðvestan Síðubrautar nyrst í bænum, vegna áforma um að byggja þar fimm smáhýsi fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.

Velferðarráð fjallaði um stöðu þessa málaflokks á fundi í lok mars og fól skipulagsráði að skipuleggja fimm lóðir miðað við tillögur í minnisblaði sem fjallað var um á fundi ráðsins.

Í bókun velferðarráðs kemur fram að mikilvægt sé að vera með fullklárað og fjölbreytt lóðaframboð hverju sinni fyrir húsnæði af þessu tagi. Þá fól ráðið umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar að vinna málið áfram og óskaði eftir að horft yrði til þeirrar vinnu sem fram hefur farið hjá Reykjavíkurborg um hagkvæmt húsnæði. Mikilvægt sé að horft verði til þessarar framtíðarsýnar við gerð næstu fjárhagáætlunar.


Skjáskot úr drögum að breyttu deiliskipulagi. Til vinstri er skipulagsreiturinn eins og hann er nú, en til hægri með þeirri stækkun sem lögð er til á reitnum og með lóðum fyrir smáhýsi. 

Fram kemur í fundargerð velferðarráðs að skipulagsráð hafi undanfarið unnið að undirbúningi skipulagsgerðar á nokkrum stöðum innan bæjarlandsins fyrir húsnæði af þessu tagi. Stefnt er að því að skipulag fyri að minnsta kosti þrjú svæði verði kynnt á næstunni, auk þess sem eitt til tvö svæði gætu bæst við síðar.

Reiturinn við Grænhól, norðvestan Síðubrautar, er sá fyrsti sem kominn er í formlegt skipulagsferli með tillögu skipulagsráðs um að bæjarstjórn samþykki að auglýsa umrædda breytingu á deiliskipulagi.

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00