Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Þórhallur gefur kost á sér í 1. sætið

Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Upphaflega stefndi hann á 2. til 3. sætið en snerist hugur og tilkynnti þessi nýjustu tíðindi í dag.

Þórhallur var kjörinn í bæjarstjórn fyrir fjórum árum. Hann hefur setið í skipulagsráði á kjörtímabilinu og verið formaður þess frá haustinu 2020. 

Sjálfstæðismenn halda prófkjör um fjögur efstu sætin laugardaginn 26. mars. Þórhallur er sá þriðji sem stefnir á fyrsta sætið, áður höfðu Ketill Sigurður Jóelsson, verkefnastjóri, og Heimir Örn Árnason, deildarstjóri, boðið sig fram í oddvitasætið.

Þórhallur hefur opnað vefsíðuna Allt að gerast þar sem hann kynnir sig og áherslumál sín.

  • Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þrjá bæjarfulltrúa – Gunnar Gíslason, og Eva Hrund Einarsdóttir, sem skipuðu tvö efstu sæti listans 2018 verða hvorugt í kjöri í vor.