Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Stefnumál framboðanna í Hörgársveit

Mynd af vef Hörgársveitar.

Í komandi sveitarstjórnarkostningum þann 14. maí næstkomandi verða tveir listar í framboði í Hörgársveit, H-listi Hörgársveitar og J-listi Grósku.

Framboð og stefnumál H-lista Hörgársveitar 

  1. Jón Þór Benediktsson framkvæmdastjóri
  2. Jónas Þór Jónasson söngvari
  3. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir viðburðarstjóri
  4. Bjarki Brynjólfsson lögfræðingur
  5. Ásta Hafberg viðskiptafræðingur
  6. Andrea Regula Keel sjúkraliði
  7. Eydís Ösp Eyþórsdóttir verkefnastjóri
  8. Eva María Ólafsdóttir bóndi
  9. Sigurður Pálsson ellilífeyrisþegi
  10. Brynjólfur Snorrason ráðgjafi

Öldrunarmál

Við viljum:

  • Marka skýra stefnu í málefnum eldri íbúa okkar
  • Skoða möguleika á að hafa opið hús reglulega fyrir eldra fólk á Þelamörk og nýta til þess íþróttamiðstöð, matsal og/eða félagsmiðstöð
  • Tryggja sem best að öllum íbúum Hörgársveitar geti liðið sem best og búið sem lengst í sinni heimabyggð
  • Efla samstarf við nágranna sveitarfélög um öldrunarþjónustu og velferðarmál almennt
  • Funda með eldri íbúum og heyra þeirra vilja

Samgöngur

Við viljum:

  • Krefjast vegbóta á heimreiðum
  • Bæta sem allra fyrst vegtengingar við Lónsbakka
  • Laga gatnatengingar við Álfastein
  • Klára reiðvegi í Hörgárdal sem og meðfram Hlíðarvegi (818)
  • Leggja göngu og hjólastíg frá Akureyri að Dalvíkurbyggð, sem og að íþróttahúsinu á Þelamörk
  • Útrýma malarvegum í Hörgársveit
  • Tryggja að 4G samband náist um allt sveitarfélagið

Skipulagsmál

Við viljum:

  • Vanda við gerð nýs aðalskipulags, virða vilja landeigenda
  • Tryggja verndun landbúnaðarlands í aðalskipulagi, t.d. með að flokka allt land í sveitarfélaginu með tilliti til landbúnaðarnotkunar, malartekju o.s.frv.
  • Hjálpa landeigendum við að finna lausn á Blöndulínumálum
  • Tryggja nægileg íbúðasvæði í aðalskipulagi, stækka þau ef þarf. Virða vilja íbúa á þeim svæðum þegar kemur að deiliskipulagi þeirra. Hjalteyri, Lónsbakki, Hagabyggð.

Unga fólkið

Við viljum:

  • Áfram öfluga og góða skóla í Hörgársveit
  • Nýta heimavist Þelamerkurskóla sem hluta af framtíðar húsnæði skólans
  • Efla til muna fjölnota félagsmiðstöð á neðstu hæð heimavistar
  • Gefa áfram út frístundastyrk
  • Endurskoða opnunartíma íþróttamiðstöðvar
  • Styðja við bakið á ungmennastarfi Smárans
  • Merkja vel við þjóðveginn báða skólana sem og íþróttamiðstöðina og reyna með því að höfða til samvisku fólks við lækkun umferðarhraða
  • Setja upp gott leiksvæði fyrir börn á Lónsbakka
  • Hlusta á unga fólkið okkar
  • Efla áhrif ungmennaráðs

Umhverfismál

Við viljum:

  • Vinna eftir umhverfisstefnu Hörgársveitar
  • Vera leiðandi sveitarfélag þegar kemur að umhverfismálum
  • Innleiða sem fyrst ný lög og reglur um meðhöndlun úrgangs
  • Fjölga staðsetningum fyrir dýrahræsgáma
  • Halda árlegan umhverfisdag að vori, plokkdag
  • STÓR AUKA upplýsingagjöf um umhverfismál
  • Grenndargáma við Lónsbakka

Menningarmál

Við viljum:

  • Efla og bæta verulega þennan málaflokk
  • Fyrst og fremst hlusta á ykkar hugmyndir og áherslur
  • Veita Atvinnu og menningarmálanefnd aukin völd og fjármagn til að styðja við menningarstarf í Hörgársveit
  • Efla Sæludaginn, hátíðina okkar, til mikilla muna og endurskoða framkvæmd hennar með íbúm Hörgársveitar
  • Gera menningu Hörgársveitar mun sýnilegri

Landbúnaður

Við viljum:

  • Tryggja aðkomu bænda og landeigenda að ákvarðanatöku og stefnumótun sem snúa að lendum þeirra og störfum
  • Vernda gott landbúnaðarland sem slíkt
  • Setja vinnureglur í aðalskipulag um skipulag skógræktarsvæða
  • Setja ekki íþyngjandi reglur fyrir landbúnað
  • Huga að nýrri fjárrétt í Glæsibæjardeild
  • Klára viðræður við nýtt sveitarfélag í Skagafirði um fjallaskil á Öxna- og Hörgárdalsheiðum
  • Rimlahlið í Öxnadal verði sett upp þegar samið hefur verið við Skagfirðinga

Íbúðamál

Við viljum:

  • Skipuleggja íbúðabyggðir í sátt og samvinnu við íbúa svæðanna
  • Styðja við uppbyggingu í Hagahverfi/Glæsibæ
  • Rýmka heimildir til nýbygginga á bújörðum/lóðum í sveitarfélaginu
  • Vernda Hjalteyrina og umhverfi hennar sem verndarsvæði í byggð

Stjórnsýsla

Við viljum:

  • Hlusta
  • Auka íbúalýðræði
  • Fjölga í sveitarstjórn í samræmi við fjölgun íbúa
  • Fela nefndunum aukin völd til ákvarðanatöku
  • Opna stjórnsýsluna meira en nú er
  • Hafa opna fundi sveitarstjórnar árlega og fasta viðtalstíma fulltrúa
  • Auka verulega upplýsingagjöf til íbúa

Facebook-síða H-listans Hörgársveit: H-listi Hörgársveit | Facebook

_ _ _

Framboð og stefnumál J-lista Grósku

  1. Axel Grettisson stöðvarstjóri
  2. Ásrún Árnadóttir fyrrverandi bóndi
  3. Sunna María Jónasdóttir félagsfræðingur
  4. Vignir Sigurðsson bóndi
  5. Jóhanna María Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur
  6. Ásgeir Már Andrésson vélstjóri
  7. Agnar Þór Magnússon bóndi
  8. Eva Hilmarsdóttir hjúkrunarfræðingur
  9. Kolbrún Lind Malmquist ferðamálafræðingur
  10. María Albína Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur

Skipulags- og innviðamál

  • Við viljum leggja áherslu á fjölnota vegi fyrir gangandi og hjólandi umferð
  • Við viljum halda áfram með uppbyggingu reiðvega um allt sveitarfélagið
  • Við viljum hafa að leiðarljósi hagsmuni landbúnaðarlands í skipulagsmálum sveitarfélagsins
  • Við viljum stuðla að blómlegri byggð í öllu sveitarfélaginu
  • Við viljum bæta umferðartengingar í Lónsbakkahverfinu í sátt við íbúa hverfisins
  • Við viljum halda áfram að aðstoða landeigendur á línuleið Blöndulínu 3 að ná sem bestri sátt um framkvæmdina
  • Við uppbyggingu þéttbýliskjarnanna í sveitarfélaginu viljum við gæta þess að þeir haldi þeim forréttindum að vera í dreifbýli
  • Við viljum stuðla að áframhaldandi uppbyggingu á Hjalteyri m.a. með því að skoða möguleika á því að bjóða upp á sjávarlóðir
  • Við viljum halda áfram að styðja við þau lögbýli á köldum svæðum sem vilja setja upp hagkvæmari kosti við húshitun
  • Við viljum styrkja samgöngukerfið í öllu sveitarfélaginu
  • Við viljum styrkja stefnumótun í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu
  • Við viljum viðhalda þeim grænu svæðum sem nú þegar eru í þéttbýliskjörnum

Atvinnu- og landbúnaðarmál

  • Við viljum stuðla að uppbyggingu ferðatengdrar menningarstarfsemi
  • Við viljum stuðla að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu
  • Við viljum stuðla að nýsköpun í landbúnaði og aukinni matvælaframleiðslu
  • Við viljum stuðla að því að landbúnaður verði áfram öflug atvinnugrein í sveitarfélaginu

Fræðslumál

  • Við viljum halda á lofti sérstöðu leik- og grunnskóla en báðir eru m.a. heilsueflandi skólar og grænfánaskólar
  • Við viljum stuðla að áframhaldandi góðu samstarfi á milli leik- og grunnskóla og einnig við Íþróttamiðstöðina á Þelamörk
  • Við viljum stuðla að áframhaldandi uppbyggingu Álfasteins og Þelamerkurskóla
  • Við viljum efla endurmenntun í sveitarfélaginu
  • Við viljum endurskoða gjaldskrá leikskólans Álfasteins með hagsmuni barnafólks í huga

Umhverfismál

  • Við viljum stuðla að aukinni flokkun úrgangs
  • Við viljum vera til fyrirmyndar í umhverfismálum t.d. með árlegum umhverfis- og hreinsunardegi
  • Við viljum stuðla að bættri ásýnd sveitarfélagsins

Samgöngumál

  • Við viljum stuðla að uppbyggingu allra malarvega í sveitarfélaginu
  • Við viljum þrýsta á að heimreiðar í sveitarfélaginu verði lagfærðar
  • Við viljum fjölga hjóla- og göngustígum í sveitarfélaginu
  • Við viljum halda Skógarhlíðinni áfram sem botnlangagötu og finna aðra leið til að tengja leikskólann betur við Lónsbakkahverfið
  • Við viljum bæta gatnamótin inn í Lónsbakkahverfið frá þjóðvegi 1

Menningarmál

  • Við viljum efla menningarstarf í sveitarfélaginu
  • Við viljum stuðla að uppbyggingu og samvinnu ferðaþjónustufyrirtækja í Hörgársveit
  • Við viljum áfram styðja við fjölskylduhátíðina „Sæludagurinn í sveitinni“
  • Við viljum varðveita menningararf Hörgársveitar

Íþrótta- og tómstundamál

  • Við viljum halda áfram að stuðla að íþrótta- og tómstundaiðkun með frístundastyrk til 5-16 ára barna
  • Við viljum áfram hafa frítt í sund í Jónasarlaug fyrir alla íbúa og starfsfólk sveitarfélagsins
  • Við viljum stuðla að íþrótta/tómstundaiðkun barna og unglinga í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins m.a. með því að bæta útileiksvæði sem fyrir eru og bæta við þar sem þörf er á

Félags- og heilbrigðismál

  • Við viljum stuðla að eflingu félagsstarfs fyrir íbúa sveitarfélagsins, jafnt unga sem aldna
  • Við viljum efla grunnþjónustu í félags- og heilbrigðisþjónustu í samstarfi við önnur sveitarfélög

Önnur mál

  • Við viljum yfirfara brunamál í sveitarfélaginu t.d. með tilliti til aðgengis að vatni
  • Við viljum setja upp upplýsingaskilti við afleggjarann niður að Hjalteyri
  • Við viljum bæta heimasíðu sveitarfélagsins m.t.t. nýrra íbúa
  • Við viljum hafa góða upplýsingagjöf til íbúa
  • Við viljum áfram hafa opna stjórnsýslu
  • Við viljum áfram gæta aðhalds og skynsemi í rekstri sveitarfélagsins
  • Við viljum stuðla að aukinni stafrænni miðlun
  • Við viljum áfram stuðla að fjölskylduvænu samfélagi
  • Við viljum vera í sveitarstjórn fyrir ykkur, íbúa Hörgársveitar

Facebook-síða J-listans Grósku: Listi Grósku | Facebook

Kjörfundur verður í Þelamerkurskóla laugardaginn 14. maí 2022 og stendur yfir frá 10:00 til 20:00.