Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Segir áhugaleysis gæta um málefni aldraðra

Málfríður Stefanía Þórðardóttir, sem skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins við bæjarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði, segir nánast ekkert hafa verið gert af því sem Akureyrarbær setti fram sem aðgerðaráætlun í málefnum aldraðra á síðasta ári. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun.

Málfríður nefnir og fer yfir 13 atriði í greininni og segir: „Af þessum staðreyndum má sjá að Akureyrarbæ hefur ekki tekist sérlega vel að halda sig við þessa áætlun og greinilegt er að það gætir ákveðins áhugaleysis í málefnum aldraðra hjá Akureyrarbæ.“

Smellið hér til að lesa grein Málfríðar.