Sveitarstjórnarmál
Jana Salóme verður í efsta sæti hjá VG
05.03.2022 kl. 18:32
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, verður í efsta sæti á lista Vinstri grænna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í maí. Forval VG hófst 2. mars og lauk í dag. Valið var í sex efstu sætin og er kosning bindandi með þeim fyrirvörum sem forvalsreglur VG segja til um, að ekki halli á konur, að því er segir í tilkynningu frá flokknum.
Í efstu sætunum urðu:
- Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, 68 atkvæði í 1. sæti (62%)
- Ásrún Ýr Gestsdóttir, háskólanemi, 80 atkvæði í 1. – 2. sæti (73%)
- Sif Jóhannesar Ástudóttir, verkefnastjóri
- Hermann Arason, framkvæmdastjóri
- Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari
- Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi
Kjörsókn var 29% – atkvæði greiddu 110.
Þessi níu voru í framboði í rafrænu forvali Vinstri grænna á Akureyri:
- Ásrún Ýr Gestsdóttir, háskólanemi, í 1. sæti
- Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, í 3. sæti
- Herdís Júlía Júlíusdóttir, iðjuþjálfi, í 6. sæti
- Hermann Arason, framkvæmdastjóri, í 2.-4. sæti
- Inga Elísabet Vésteinsdóttir, landfræðingur, í 6. sæti
- Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, í 1. sæti
- Ólafur Kjartansson, vélvirki og fyrrv. framhaldskólakennari, í 2. sæti
- Sif Jóhannesar Ástudóttir, verkefnastjóri, í 2.-6. sæti
- Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, 4.-6. sæti