Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Hvað gerðist við hönnun stöðvarinnar?

Í grein eftir Ólaf Kjartansson á Akureyri.net í dag birtir hann „hugleiðingar um bætta stjórnsýslu og spurningar til stjórnar [Norðurorku] og Ingibjargar Isaksen fráfarandi stjórnarformanns.“

Ólafur skipar 7. sæti á lista VG fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði.

Hann segir að við hönnun nýlegrar hreinsistöðvar Norðurorku í Sandgerðisbót hafi eitthvað gerst sem varð til þess að síað skolp renni ekki alltaf um nýja útrás, sem nær 400 metra út í sjó, heldur fari það stundum um þá gömlu sem nær mun styttra. Sú nýja var útbúin til þess að koma síuðu skólpi betur frá landi svo gerlamengun við fjörur Akureyrar verði minni en hún var þegar gamla útrásin var notuð, segir Ólafur.

Hann kveðst hafa sent inn fyrirspurnir vegna þessa en ekki fengið svör við öllum. Hann spyr því aftur, í umræddri grein.

Smellið hér til að lesa grein Ólafs Kjartanssonar.