Hótel við golfvöllinn? „Opnir fyrir umræðu“
Lóð undir hótel hefur lengi verið á skipulagi á svæði Golfklúbbs Akureyrar á Jaðri þótt það hafi ekki farið hátt. Steindór Kristinn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, segir málið hafa verið til umræðu fyrir fyrir margt löngu en ekki eftir bankahrunið 2008.
Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður skiplagsnefndar Akureyrar, vakti athygli á hótellóðinni á Facebok síðu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í gær og birti meðfylgjandi mynd sem sýnir hvar byggingin yrði staðsett. „Hótelið mætti gjarnan fara að auglýsa. Bygging hótels á svæðinu myndi klárlega styðja við starfsemi Golfklúbbs Akureyrar allt árið,“ sagði Þórhallur.
Hótel eru við golfvelli víða um heim og reyndar eitt hérlendis, Icelandair hótelið í Borgarnesi. Það hefur það gefið mjög góða raun, segir Steindór Kristinn við Akureyri.net.
„Það koma tímabil bæði að sumri og vetri þar sem öll gistipláss í bænum eru uppurin og því er ef til vill möguleiki á að einhverjir vilji reisa hótel; það gæti nýst vel fyrir golfara yfir sumarið og að vetrinum þeim sem fara í fjallið og ýmsum öðrum.“ Steindór finnst hugmyndin spennandi. „Við erum algjörleg opnir fyrir umræðu um þetta,“ segir hann.