Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Fyrsti úrslitaleikur KA og Þróttar í dag

KA-mennirnir fjórir sem voru í úrvalsliði Unbrokendeildarinnar í vetur. Frá vinstri: Zdravko Kamenov (besti uppspilarinn), Mateusz Jeleniewski (besti líberóinn), Gísli Marteinn Baldvinsson (besta miðjan) og Miguel Mateo Castrillo (besti díó). Þá var Gísli Marteinn valinn besti íslenski leikmaður deildarinnar, Zdravko besti erlendi leikmaðurinn og Mateo þjálfari ársins.

KA og Þróttur úr Reykjavík mætast í dag í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratil karla í blaki. Flautað verður til leiks í KA-heimilinu kl. 16.00.

Þrjá sigra þarf til að tryggja sér titilinn og þar sem KA-strákarnir urðu deildarmeistarar byrja þeir á heimavelli og komi til fimmta leiks verður hann í KA-heimilinu.

  • Unbroken-deild karla í blaki – úrslitaeinvígi – leikur 1
    KA-heimilið kl. 16.00
    KA - Þróttur R.

Annar leikur liðanna verður í Laugardalshöll fimmtudag 17. apríl, og sá þriðji í KA-heimilinu miðvikudagskvöldið 23. apríl.

Komi til fjórða leiks verður hann í Laugardalshöll laugardaginn 26. apríl og þurfi liðin að mætast í fimmta sinn til að knýja fram úrslit verður sú viðureign í KA-heimilinu þriðjudagskvöldið 29. apríl.

Liðin mættust þrisvar í deildinni í vetur, Þróttarar unnu tvo leiki og KA-strákarnir einn. Þau áttust einnig við í úrslitaleik bikarkeppninnar og þá unnu KA-strákarnir 3:0.

2. nóvember - deildin:KA - Þróttur 1:3
(19/25, 25/20, 22/25, 24/26)

30. nóvember - deildin:Þróttur - KA 3:1
(25/18, 25/23, 23/25, 25/23)

25. janúar - deildin:KA - Þróttur 3:1
(25/15, 25/20, 13/25, 25/18)

8. mars - bikarúrslit:
KA - Þróttur 3:0(25/21, 25/16, 25/23)