Fara í efni
Sund

Vilja bæta ásýnd og aðstöðu með smáhýsum

Skemmtiferðaskip við Oddeyrartanga. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Hafnasamlag Norðurlands hefur sótt um stöðuleyfi fyrir allt að 15 smáhýsi á rútusvæði við Oddeyrartanga. Byggingafulltrúi tók erindið fyrir í vikunni og hefur óskað umsagnar skipulagsráðs um erindið. 

Samkvæmt upplýsingum frá Pétri Ólafssyni hafnarstjóra snýst þetta verkefni um að bæta aðstöðu fyrir ferðaheildsala á hafnarsvæðinu í tengslum við komur skemmtiferðaskipa, bæta skipulagið og búa til betri ásýnd á svæðinu þar sem farþegar skipanna koma í land. Húsin eru rúmir fjórir fermetrar að stærð, svipuð smáhýsunum sem notuð voru á jólamarkaðnum á Ráðhústorginu í desember. Ætlunin er að Hafnasamlagið kaupi þessi hús og þau geti þá nýst annars staðar og í önnur verkefni utan tímabilsins sem skemmtiferðaskipin eru hér á ferð.