Háspennustrengurinn verður allur loftlína
Háspennustrengurinn Blöndulína 3 verður allur loftlína í landi Akureyrar ef samþykkt verður breyting á aðalskipulagi sem bærinn hefur auglýst. Strengurinn verður þá á möstrum frá bæjarmörkum í norðri að spennistöð á Rangárvöllum, athafnasvæði Norðurorku við Hlíðarfjallsveg. Skipulagsráð Akureyrar samþykkti aðalskipulagsbreytingu í þessa veru í desember og er ákvörðun ráðsins fullnaðarafgreiðsla að því leyti.
Akureyri.net hefur fjallað ítarlega um Blöndulínu 3 á síðustu misserum. Bæjaryfirvöld lögðu lengi vel áherslu á að strengurinn yrði lagður í jörðu í bæjarlandinu en Landsnet þvertók fyrir það og sagði raunar ekki tæknilega mögulegt að svo stöddu.
- Frestur til að gera athugasemdir við skipulagstillöguna – koma ábendingum við á framfæri, eins og það er orðað í auglýsingu – er til 9. janúar næstkomandi. Nánari upplýsingar hér
Verði breytingin að veruleika og farið að vilja Landsnets mun línan liggja ofan Giljahverfis og hins nýja Móahverfis. Það samræmist ekki núgildandi aðalskipulagi Akureyrar og þess vegna er breytingin auglýst. Bæjarfulltrúar voru margir harðir á því fyrir síðustu kosningar að línuna yrði að leggja í jörðu því því mikilvægt væri skerða ekki möguleikann til frekar stækkunar byggðar.
Aðeins Þórhallur á móti
Í fundargerð skipulagsráðs, þar sem ákveðið var að auglýsa umrædda breytingu á aðalskipulagi, segir meðal annars: „Fram kemur að þegar tæknilegar forsendur bjóða upp á að þá verði hægt að setja hluta línunnar í jörðu og er sýnd tillaga að legu fyrirhugaðs jarðstrengs.“
Ég ítreka bókun mína frá 31. janúar að það sé stefna stjórnvalda að línur skuli lagðar í jörðu innan þéttbýlis og að ekki sé hægt að víkja frá því í þessu tilfelli þar sem Akureyri sé landlítið sveitarfélag sem byggist hratt upp og fyirhugað er að skipuleggja byggð í næsta nágrenni við línuleiðina á næstu árum.
Farið á svig við stefnu stjórnvalda
Hópur íbúa í Giljahverfi fór fram á það í apríl að engar breytingar yrðu gerðar á aðalskipulagi Akureyrarbæjar nema tryggt sé að nýjar loftlínur verði ekki reistar í þéttbýli.
Þetta kemur fram í athugasemdum íbúanna við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi vegna háspennulínunnar, Blöndulínu 3, sem lögð verður ofan byggðar, frá bæjarmörkum í norðri að Rangárvöllum. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í dag.
Það voru hjónin Ágúst Torfi Hauksson og Eva Hlín Dereksdóttir sem höfðu forgöngu um að taka saman athugasemdir sem kynntar voru á Facebook síðu hverfisins og stór hluti fasteignaeigenda í hverfinu skrifaði undir.
Athugasemdirnar eru í fjórum liðum, í stuttu máli þessar:
- Farið er á svig við stefnu stjórnvalda um lagningu jarðstrengja innan þéttbýlismarka
- Fulltrúi Landsnets fór með rangt mál með því að segja lagningu Blöndulínu 3 í þéttbýli á Akureyri tæknilega ómögulega.
- Áhrif á verðgildi fasteigna – „Í þessari skipulagsbreytingu á að leggja háspennulínu í þéttbýli sem fyrir er og þar með verðfella allar eignir. Nær allt Giljahverfi og stærstur hluti fyrirhugaðs Móahverfis er innan 1000m frá fyrirhuguðu línustæði Blöndulínu 3.“
- Framtíðar notkun Græna trefilsins – „Lagning 220 kV loftlínu í stað jarðstrengs skerðir mjög framtíðar nýtingarmöguleika svæðisins vestan Gilja- og Móahverfis sem útivistarsvæðis og frekari uppbyggingar íbúða- eða frístundahúsnæðis á svæðinu þar sem áhrifasvæði jarðstrengs er mun minna en loftlínu.“
- Mótmælt er niðurfellingu á iðnaðarsvæði fyrir tengivirki og helgunarsvæði í landi Kífsár. Í gildandi aðalskipulagi sé gert ráð fyrir loftlínu og leið fyrir jarðstreng að Rangárvöllum en með breytingu verði ekki möguleiki á þeirri lagnaleið.