Fara í efni
Skógræktarfélag Eyfirðinga

„Stelpurnar okkar“ urðu Íslandsmeistarar

Tvær þeirra sem hafa unnið saman Íslandsmeistaratitla með liðum Þórs/KA fjögur ár í röð, fyrirliðinn Emelía Ósk Krüger til vinstri og Bríet Jóhannsdóttir. Mynd: Ármann Hinrik.

„Stelpurnar okkar“ í 2. aldursflokki tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með því að vinna Víking 3:0 í Boganum. Titillinn er í höfn þótt enn sé einn leikur eftir og síðar í mánuðinum mæta stelpurnar liði Selfyssinga í úrslitaleik bikarkeppni aldursflokksins, þess næsta neðan við meistaraflokk.

Þetta er annað árið í röð sem lið frá Þór/KA vinnur Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki.

  • Áður en lengra er haldið er rétt að upplýsa um óvenjulegt nafn meistaraliðsins í ár: Þór/KA/Völsungur/THK. Í fyrra hét liðið Þór/KA/Völsungur, en í ár bættust Tindastóll, Hvöt og Kormákur við (THK).

Mörkin liðsins í dag gerðu Eva S. Dolina-Sokolowska, Bryndís Eiríksdóttir og Ísey Ragnarsdóttir.

Nokkrar af þeim sem komið hafa við sögu í leikjum liðsins í sumar voru að vinna Íslandsmeistaratitil saman með liðum frá Þór/KA fjórða árið í röð og nokkrar þriðja árið í röð. Sagt er frá þeim í glæsilegri umfjöllun sem birtist á vef Þórs/KA eftir leikinn í dag.

Smellið hér til að fara á vef Þórs/KA.

Íslandsmeistararnir eftir sigurinn í dag. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Hreiðarsson þjálfari, Aníta Ingvarsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Ísey Ragnarsdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Amalía Árnadóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Emilía Björk Óladóttir, Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari og Margrét Árnadóttir þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Júlía Karen Magnúsdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Emelía Ósk Krüger, Bríet Jóhannsdóttir, Angela Mary Helgadóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Arna Rut Orradóttir, Bryndís Eiríksdóttir og Krista Dís Kristinsdóttir. Mynd: Ármann Hinrik.