Skógræktarfélag Eyfirðinga
Handboltalið KA tekur á móti Fjölni í kvöld
22.11.2024 kl. 13:00
Línumaðurinn Jens Bragi Bergþórsson í dauðafæri gegn Stjörnunni á dögunum. Hann gerði fimm mörk í leiknum. Mynd: Skapti Hallgrímsson
KA og Fjölnir mætast í kvöld í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís deildinni, í KA-heimilinu. Flautað verður til leiks kl. 19.00 en á miðlum KA er greint frá því að húsið verði opnað kl. 17.30. Þar verður spurningakeppni – „pub quiz“, tilboð er á mat og drykk og fyrir leik verða pallborðsumræður með þjálfurum liðanna.
Þegar 10 umferðir eru búnir af deildinni er KA í 10. sæti með 5 stig en nýliðar Fjölnis einu sæti ofar með einu stigi meira. HK og ÍR eru neðst með jafn mörg stig og KA.
Eftir leikinn í kvöld verður deildarkeppnin hálfnuð; hvert lið spilar 22 leiki áður en úrslitakeppni átta efstu liða tekur við.