Fara í efni
Skógræktarfélag Eyfirðinga

Fyrsta flug easyJet til Manchester í dag

Áætlunarflug breska flugfélagsins easyJet milli Manchester í Englandi og Akureyrar hófst í morgun. Vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10.38 og tók á loft á ný laust fyrir klukkan 12.

Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum. Sjaldan er ein báran stök því easyJet flýgur einnig á milli Akureyrar og London á þriðjudögum og laugardögum – fram í mars til beggja borga.

Vélin frá London lendir á Akureyri um tvöleytið og á að halda utan á ný um klukkan 15, til Gatwick flugvallar í London á ný.

Vegna hvassviðris á sunnanverðu landinu hefur innanlandsflugi verið aflýst en skilyrði norðan- og austanlands eru mun betri.

Vélar easyJet á leið til og frá Akureyri mætast suður í hafi í dag - skáskotið af flightradar er tekið klukkan rúmlega 12.30.